lock search attention facebook home linkedin twittter

Vilt þú vera neyð­ar­vörður?

Neyðarlínan óskar eftir mannvini með stáltaugar í starf neyðarvarðar.

Mikilvægt er að viðkomandi geti hugsað skýrt undir mikilli pressu og hafi getu til að taka stjórn í erfiðum aðstæðum. Góðir samstarfshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.

Starfslýsing:
Neyðarverðir annast símsvörun þegar hringt er í 112 ásamt því að virkja viðeigandi viðbragðsaðila. Unnið er á vöktum í sveigjanlegu vaktakerfi. Neyðarverðir hljóta markvissa þjálfun í upphafi. Bæði kyn eru hvött til að sækja um.

Hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun kostur.
 • 5 ára reynsla af vinnumarkaði og almenn þekking á landinu.
 • Góð almenn tölvukunnátta og góður innsláttarhraði.
 • Góð enskukunnátta og góður skilningur á dönsku/sænsku/norsku.
 • Hreint sakavottorð.
 • Góð greiningarhæfni.
 • Góðir samstarfshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund, samviskusemi og sveigjanleiki.

 

Umsóknarfrestur er til og með 07. júlí n.k.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Neyðarlínan ohf. var stofnað í október 1995 og hóf 112 neyðarsímsvörun 1. janúar 1996. Í dag vinna þar rúmlega 30 manns. Tilgangur félagsins er rekstur neyðarvaktstöðvar vegna samræmda neyðarnúmersins 112, almenn svörun neyðarboða, fjarskiptaþjónusta og skyldur rekstur. Neyðarlínan er staðsett í Björgunarmiðstöð Íslands, Skógarhlíð 14, Reykjavík.