lock search attention facebook home linkedin twittter

Vilt þú vera neyð­ar­vörður?

Neyðarlínan óskar eftir mannvini með stáltaugar í starf neyðarvarðar.

Mikilvægt er að viðkomandi geti hugsað skýrt undir mikilli pressu og hafi getu til að taka stjórn í erfiðum aðstæðum. Góðir samstarfshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.

Starfslýsing:
Neyðarverðir annast símsvörun þegar hringt er í 112 ásamt því að virkja viðeigandi viðbragðsaðila. Unnið er á vöktum í sveigjanlegu vaktakerfi. Neyðarverðir hljóta markvissa þjálfun í upphafi. Bæði kyn eru hvött til að sækja um.

Hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun kostur.
 • 5 ára reynsla af vinnumarkaði og almenn þekking á landinu.
 • Góð almenn tölvukunnátta og góður innsláttarhraði.
 • Góð enskukunnátta og góður skilningur á dönsku/sænsku/norsku.
 • Hreint sakavottorð.
 • Góð greiningarhæfni.
 • Góðir samstarfshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund, samviskusemi og sveigjanleiki.

 

Umsóknarfrestur er til og með 07. júlí n.k.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Neyðarlínan ohf. var stofnað í október 1995 og hóf 112 neyðarsímsvörun 1. janúar 1996. Í dag vinna þar rúmlega 30 manns. Tilgangur félagsins er rekstur neyðarvaktstöðvar vegna samræmda neyðarnúmersins 112, almenn svörun neyðarboða, fjarskiptaþjónusta og skyldur rekstur. Neyðarlínan er staðsett í Björgunarmiðstöð Íslands, Skógarhlíð 14, Reykjavík.