lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­menn og verk­stjóri í fisk­eldi

Matorka óskar eftir að ráða almenna starfsmenn og verkstjóra í fiskeldi.

Viðkomandi aðilar þurfa að hafa þekkingu og/eða mikinn áhuga á fiskeldi og löngun til að starfa á því sviði.

Staðsetning Matorku er í Grindavík. Búseta á svæðinu er æskileg.

Helstu verkefni:
Vinnan felst í fjölbreyttum fiskeldisstörfum, svo sem fóðrun, flutningi á lifandi fiski á milli kerja, skráningum, eftirliti og almennum viðhalds störfum. Skemmtileg vinna sem hentar bæði körlum sem konum. Hreinlæti og góð umgengni mikilvæg

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla sem tengist starfinu mikill kostur
  • Kunnátta í meðferð fiskeldis og tækjabúnaðar mikill kostur
  • Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Matorka er fiskeldisfyrirtæki með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Fyrirtækið notast við nýjustu eldistækni í framleiðslu sinni, og öll starfsemi fyrirtækisins er umhverfisvæn.