lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­menn og verk­stjóri í fisk­eldi

Matorka óskar eftir að ráða almenna starfsmenn og verkstjóra í fiskeldi.

Viðkomandi aðilar þurfa að hafa þekkingu og/eða mikinn áhuga á fiskeldi og löngun til að starfa á því sviði.

Staðsetning Matorku er í Grindavík. Búseta á svæðinu er æskileg.

Helstu verkefni:
Vinnan felst í fjölbreyttum fiskeldisstörfum, svo sem fóðrun, flutningi á lifandi fiski á milli kerja, skráningum, eftirliti og almennum viðhalds störfum. Skemmtileg vinna sem hentar bæði körlum sem konum. Hreinlæti og góð umgengni mikilvæg

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla sem tengist starfinu mikill kostur
  • Kunnátta í meðferð fiskeldis og tækjabúnaðar mikill kostur
  • Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Matorka er fiskeldisfyrirtæki með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Fyrirtækið notast við nýjustu eldistækni í framleiðslu sinni, og öll starfsemi fyrirtækisins er umhverfisvæn.