lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­kraftur í verslun (50% starf)

Við leitum að stundvísum, nákvæmum, heiðarlegum starfsmanni með frumkvæði og áhuga á hönnunarfatnaði og samfélagslegri ábyrgð.

Vinnutími er mánudaga til föstudaga frá kl. 13 – 17.

Verkefni í verslun

– Afgreiðsla viðskiptavina

– Ábyrgð á uppsetningu og útliti verslunar

Verkefni tengd vef- og heildsölu:

-Umsjón vefpantana

-Lagerumsjón

-Samskipti og sala til útsölustaða

Önnur verkefni

-Samskipti og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla

-Þátttaka í að uppfæra heimasíðu

-Myndvinnsla

Umsóknarfrestur er til og með 22. september nk. 

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Æskilegt er að umsókn um starfið fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf.

Hugmyndin að As We Grow kviknaði út frá peysu sem reykvísk móðir prjónaði og ferðaðist á milli barna í níu ár og varð uppáhaldsflíkin þeirra. Peysan er enn í notkun. Fyrirtækið hefur síðan 2012 hannað og framleitt barnafatnað úr náttúrulegum gæðaefnum sem hafa þá serstöðu að vera hönnuð þannig að þau vaxa með barninu. Á þessum tíma hefur fyrirtækinu tekist að verða þekkt vörumerki í hinum alþjóðlega barnafataheimi. Fyrirtækið hóf nýverið sölu á fullorðinsvörum sem slegið hafa í gegn á Íslandi, þar á meðal Alpaca hettan. As We Grow hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2016 og í umsögn dómnefndar segir: “As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“