lock search attention facebook home linkedin twittter

Starf í verslun (80-100%)

Ert þú tilbúin/n til þess að veita fram­úr­skar­andi þjón­ustu?

Finndu þér stað í hröðu umhverfi þar sem þú skapar frábæra versl­un­ar­upp­lifun fyrir viðskipta­vini. Hjá H&M er hver dagur skemmtileg áskorun þar sem þú færð tæki­færi til að þróa hæfi­leika þína. Sölu­ráð­gjafar hjá H&M sinna fjöl­breyttu og krefj­andi starfi í alþjóð­legu tísku­um­hverfi.

Þetta starf býður upp á enda­lausa mögu­leika – tæki­færið er þitt!
Umsækj­endur eru hvattir til að sækja um sem fyrst því unnið verður úr umsóknum jafn­óðum og þær berast.

Starfssvið

 • Veita fram­úr­skar­andi þjón­ustu til viðskipta­vina og hámarka sölu.
 • Gæta þess að vörur og þjón­usta séu ávallt samkvæmt stöðlum H&M.
 • Afgreiðsla á kassa í versl­un­inni.
 • Vöru­mót­taka og afgreiðsla pantana.
 • Undir­bún­ingur fyrir útsölur og herferðir.
 • Fylgja eftir verk­lags­reglum og ferlum fyrir­tæk­isins.
 • Teym­is­vinna og stuðn­ingur við samstarfs­fé­laga.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Allir starfs­menn H&M þurfa að vera sölu­drifnir, félags­lyndir, opnir, dríf­andi, jákvæðir og metn­að­ar­fullir tísku­fröm­uðir.
 • Fram­úr­skar­andi samskipta­hæfi­leikar og ástríða til að veita frábæra þjón­ustu.
 • Geta til að greina sölu­tæki­færi til þess að hámarka sölu­mögu­leika.
 • Jákvætt viðhorf og vilji til þess að meðtaka endur­gjöf.
 • Geta til að vinna undir álagi.
 • Drif­kraftur og metn­aður til að ná mark­miðum á árang­urs­ríkan hátt.
 • Jákvætt viðhorf og vilji til að læra.

Umsóknarfrestur er til og með 23. desember n.k.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Æskilegt er að umsókn um starfið fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf.

H&M byrjaði sem ein verslun í Svíþjóð árið 1947. Skýr viðskiptahugmynd og sterk gildi hafa gert H&M að leiðandi fyrirtæki í tískuiðnaði á heimsvísu. Lifandi og hratt umhverfi með mikilli fjölbreytni – staður þar sem viðskiptavinurinn er alltaf í forgrunni.

H&M started out with a single store in Sweden in 1947. Since then, a clear business concept and strong values have taken H&M to being a leading global fashion company. A fast-paced, buzzing environment with great diversity – a place where the customer is always the centre of attention.