Sunnuás er sjö deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og samskipti. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í að byggja upp gott leikskólasamfélag. Tvær smábarnadeildir eru starfandi við skólann og Sunnuás tekur þátt í verkefninu Brúum bilið.
Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun, leikskólaliðamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnáttaFrekari upplýsingar um starfið:
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 14.11.2018
Ráðningarform
Tímabundin ráðning
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Helga Pálmadóttir í síma 411-3520 og tölvupósti olof.helga.palmadottir@reykjavik.is