lock search attention facebook home linkedin twittter

Spenn­andi starfstæki­færi í leik­skóla­hluta Dalskóla

Dalskóli - leikskólahluti er að taka í notkun nýtt húsnæði, nýja fallega lóð og fjölga börnum og leitar að deildarstjórum, leikskólakennurum og starfsfólki með menntun sem nýtist í starfi með börnum. Um er að ræða 4 stöðugildi.

Störfin eru laus nú þegar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
 • Að taka þátt í að byggja upp gott starf í nýju húsnæði og móta menningarbrag nýrra deilda.

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun, leikskólaliðamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og starfsgleði.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um störfin
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall 100%

Umsóknarfrestur 12.09.2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Jóhannesdóttir í síma 4117860 og tölvupósti hildur.johannesdottir@rvkskolar.is

Dalskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístund. Í leikskólahluta Dalskóla eru starfandi í dag 5 deildir og dvelja þar 97 börn samtímis. Stefnt er að því að flytja í nýtt húsnæði núna í október með elstu börnin og fjölga börnum í skólanum. Í Dalskóla er lögð mikil áhersla á skapandi starf og er unnið í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Áhugahvöt barnanna fær að blómstra og er hvert barn með persónumöppu þar sem skráningar við verk barnanna fá að njóta sín. Dalskóli leggur áherslu á vandaða málörvunarvinnu og hefur auk þess unnið með vináttuverkefni Barnaheilla sem er forvarnarefni gegn einelti fyrir leikskóla.

Undanfarin ár hefur verið unnið að mörgum spennandi verkefnum og sýningum á verkum barnanna í samvinnu við Barnamenningarahátíð Reykjavíkurborgar. Leikskólahlutinn hefur fengið hvatningarverðlaun skóla- og frístundasviðs fyrir skemmtileg og skapandi verkefni. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og metnað á öllum sviðum.

Einkennisorð skólans eru: Hamingjan er ferðalag.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðlar að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi.
Leiðarljós skóla- og frístundasviðs er að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Hlutverk sviðsins er að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið og að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.
Á skóla- og frístundasviði er leikur, nám og frístund jafn mikilvæg og sérsvið og sérkenni hverrar hugmyndafræði fá að blómstra með áherslu á þverfaglegt samstarf. Þannig skapast tækifæri til fjölbreyttari menntunar- og frístundastarfs fyrir börn og ungmenni.