lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölumaður

Ormsson leitar að öflugum sölumanni til starfa í heimilistækjadeild. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur og hafa ríka þjónustulund. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á vöruflokkum fyrirtækisins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

  • Aðstoð við viðskiptavini og ráðgjöf.
  • Tilboðsgerð.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund, kurteisi og jákvætt viðmót er skilyrði.
  • Áhugi á vöruflokkum.
  • Reynsla af sölustörfum er kostur.

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Fyrirtækið Bræðurnir Ormsson var stofnað 1. desember 1922 af þeim bræðrum Eiríki og Jóni Ormssyni og hefur fyrirtækið verið í eigu afkomenda þeirra meira og minna frá stofnun fram til dagsins í dag. Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og smásala á heimilistækjum, innréttingum, sjónvörpum og hljómtækjum.  Fyrirtækið rekur 2 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Lágmúla 8 er heimilistækjadeildin, HTH innréttingarnar, Bang & Olufsen verslun og hljóm- og skrifstofutæki. Í Síðumúla 9 er Samsung setrið þar sem að boðið er upp á heimilistæki, sjónvörp, hljómtæki, myndavélar, farsíma og tölvuvörur frá Samsung, en einnig eru þar skrifstofur fyrirtækisins. Auk þess er Ormsson á Furuvöllum 5, Akureyri,  Hafnargötu 25, Reykjanesbæ og Miðvangi 13 Egilsstöðum. Ormson býður uppá gæðavörur á góðu verði.