lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölufulltrúi

Bílaleigur Avis og Budget leita að metnaðarfullum sölufulltrúa. Um er að ræða spennandi starf á starfsstöð Avis í Reykjavík. Starfið býður upp á góða tekjumöguleika fyrir drífandi og metnaðarfullan einstakling. Unnið er samkvæmt 2-2-3 vaktakerfi. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst þar sem unnið er úr umsóknum jafnóðum.

Starfssvið:

 • Afhending og móttaka bílaleigubíla.
 • Úrvinnsla fyrirspurna.
 • Gerð leigusamninga.
 • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Bílpróf er skilyrði.
 • Góð enskukunnátta skilyrði.
 • Góð íslenskukunnátta kostur.
 • Tölvuþekking og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð.
 • Reynsla af sölu eða þjónustustarfi kostur.
 • Rík þjónustulund, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Bílaleigur AVIS og Budget er ein stærsta bílaleiga í heimi og starfar í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget.