lock search attention facebook home linkedin twittter

Skrif­stofu- og móttöku­starf

Ásbrú ehf leitar að sjálfstæðum einstaklingi í móttöku. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan einstakling. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:

 • Móttaka og flokkun fyrirspurna
 • Samskipti við viðskiptavini.
 • Símsvörun og afgreiðsla símtala.
 • Almenn skrifstofustörf.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af skrifstofustarfi.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Miklir skipulagshæfileikar og góð yfirsýn yfir verkefni.
 • Sveigjanleiki, jákvæðni og vinnugleði
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
 • Snyrtimennska og stundvísi.

Skrifstofur félagsins eru á Flugvallarbraut 752, 262 Reykjanesbæ.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

235 Fasteignir er félag sem vinnur að útleigu, þróun og sölu fasteigna. Á skrifstofu félagsins starfa nú 5 starfsmenn. Félagið var stofnað um kaup á eignum að stærð 80.000 m² af íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Ásbrú.