lock search attention facebook home linkedin twittter

Sæborg – starf í leik­skóla

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi óskast til starfa í leikskólann Sæborg.

Unnið er í anda hugmyndafræði Reggio Emilia og áhersla lögð á skapandi starf með börnum. Undanfarin ár hefur verið unnið að mörgum spennandi þróunarverkefnum í Sæborg og leikskólinn hefur fengið hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs.
Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur
• Leikskólakennaramenntun, leikskólaliðamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði í starfi og starfsgleði
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Möguleiki á fullu starfi og hlutastarfi.
Umsóknarfrestur 20.11. 2018
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Kristín Svavarsdóttir í síma 6965096 og asta.kristin.svavarsdottir@reykjavik.is

Leikskólinn Sæborg
Starhaga 11
107 Reykjavík

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður með hátt í átta þúsund starfsmenn. Verkefnin eru fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti.