lock search attention facebook home linkedin twittter

Öryggisfulltrúi

IKEA leitar eftir öryggisverði í fullt starf tímabundið til 1. september 2019, með möguleika á áframhaldandi starfi.

Um er að ræða vaktavinnu, unnið er bæði á dag- og næturvöktum.
Starfið felst í almennri öryggisgæslu, rýrnunareftirliti og eftirliti með hússtjórnarkerfum. Að auki felst móttaka gesta í starfinu auk tilfallandi starfa sem heyra undir öryggisdeild.

Helstu verkefni:

 • Öryggisgæsla (vöruvernd, rýrnunareftirlit)
 • Eftirlit með öryggi starfsmanna
 • Framfylgni á ákvæðum vinnuverndarlöggjafar
 • Eftirlit með öryggiskerfum hússins
 • Vinnsla á upplýsingum úr hússtjórnarkerfi
 • Skýrslugerð vegna slysa, atburða og uppákomna í húsinu og lóð þess
 • Veita fyrstu hjálp sé hennar þörf

Hæfniskröfur:

 • Vinnuvélaréttindi skilyrði
 • Þekking á skyndihjálp
 • Almenn tölvukunnátta
 • Reynsla af öryggisstörfum æskileg
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Góð þjónustulund
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Heiðarleiki og áreiðanleiki
 • Stundvísi
 • Bílpróf

Umsækjendur þurfa að hafa fullt vald á íslensku og hafa hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið IKEA (mannaudssvid@ikea.is).

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Æskilegt er að umsókn um starfið fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf.

Í dag starfa um 400 manns hjá IKEA á Íslandi í lifandi alþjóðlegu umhverfi. Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“. Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.