lock search attention facebook home linkedin twittter

Matreiðslu­maður

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa.

Viðkomandi mun bera ábyrgð á matseld fyrir nemendur og starfsmenn leik- og grunnskóla í Þorlákshöfn.

Rekstur skólaeldhúss er samstarfsverkefni með Leikskólanum Bergheimum og Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Verkefnin eru fjölbreytt en auk þess að matreiða hádegismat hefur matreiðslumaður umsjón með morgun- og síðdegiskaffi.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi getið hafið störf 1. ágúst eða að hausti 2018. Vinnutími er að jafnaði frá kl. 07-15 alla virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Ábyrgð á rekstri mötuneytis
Ábyrgð á innkaupum og birgðahaldi
Ábyrgð á vinnuskipulagi þeirra sem starfa í mötuneyti á hverjum tíma

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun á sviði matreiðslu nauðsynleg
Reynsla af stjórnun eldhúss er æskileg
Umsjón með vinnslu matseðla með næringarútreikningum
Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
Góð framkoma og rík þjónustulund
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Snyrtimennska og hreinlæti er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí n.k.

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.