lock search attention facebook home linkedin twittter

Hluta­starf í verslun

Ert þú tilbúin/n til þess að veita framúrskarandi þjónustu?

Finndu þér stað í hröðu umhverfi þar sem þú skapar frábæra verslunarupplifun fyrir viðskiptavini. Hjá H&M er hver dagur skemmtileg áskorun þar sem þú færð tækifæri til að þróa hæfileika þína. Söluráðgjafar hjá H&M sinna fjölbreyttu og krefjandi starfi í alþjóðlegu tískuumhverfi. Leitað er eftir umsækjendum í hlutastarf.

Um tímabundið starf til áramóta er að ræða, með möguleika á framlengingu.
Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst því unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Starfssvið
Veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina og hámarka sölu.
Gæta þess að vörur og þjónusta séu ávallt samkvæmt stöðlum H&M.
Afgreiðsla á kassa í versluninni.
Vörumóttaka og afgreiðsla pantana.
Undirbúningur fyrir útsölur og herferðir.
Fylgja eftir verklagsreglum og ferlum fyrirtækisins.
Teymisvinna og stuðningur við samstarfsfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur
Allir starfsmenn H&M þurfa að vera söludrifnir, félagslyndir, opnir, drífandi, jákvæðir og metnaðarfullir tískufrömuðir.
Framúrskarandi samskiptahæfileikar og ástríða til að veita frábæra þjónustu.
Geta til að greina sölutækifæri til þess að hámarka sölumöguleika.
Jákvætt viðhorf og vilji til þess að meðtaka endurgjöf.
Geta til að vinna undir álagi.
Drifkraftur og metnaður til að ná markmiðum á árangursríkan hátt.
Jákvætt viðhorf og vilji til að læra.

Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst

Þetta starf býður upp á endalausa möguleika – tækifærið er þitt!

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst því unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf á ensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Sigurlaug Jónsdóttir (sigurlaug.jonsdottir@capacent.is) og Andri Hrafn Sigurðsson (andri.sigurdsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

H&M byrjaði sem ein verslun í Svíþjóð árið 1947. Skýr viðskiptahugmynd og sterk gildi hafa gert H&M að leiðandi fyrirtæki í tískuiðnaði á heimsvísu. Lifandi og hratt umhverfi með mikilli fjölbreytni – staður þar sem viðskiptavinurinn er alltaf í forgrunni.

H&M started out with a single store in Sweden in 1947. Since then, a clear business concept and strong values have taken H&M to being a leading global fashion company. A fast-paced, buzzing environment with great diversity – a place where the customer is always the centre of attention.