lock search attention facebook home linkedin twittter

Bílstjóri hjá bygg­inga­fyr­ir­tæki

Vegna stórra verkefna framundan óskar GG Verk ehf. eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf bílstjóra.

Æskilegt er að viðkomandi aðili geti komið til starfa fljótlega.

Starfssvið:

 • Efnis- og vöruflutningar á verkstaði.
 • Innkaup á dagvöru og önnur þjónusta við verkstaði.
 • Umsjón með skráningum og flutningum á verkfærum milli verkstaða
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

 • Meirapróf skilyrði.
 • Þekking á vörum og vinnubrögðum í mannvirkjagerð æskileg.
 • Geta til notkunar á tölvum í samskiptum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Snytimennska, jákvæðni, skipulags- og þjónustuhæfni.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Æskilegt er að umsókn um starfið fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf.

GG Verk er rótgróið og framsækið byggingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í byggingu vandaðra mannvirkja sem eru byggð innan tilskilins tímaramma – af framúrskarandi fagmennsku. Fyrirtækið hlaut ISO9001 gæðavottun árið 2015 og hefur einnig verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja hjá Credit Info og Fyrirmyndarfyrirtækja Viðskiptablaðsins síðan. Hjá okkur starfa um 85 starfsmenn – þar sem við leggjum ríka áherslu á starfsánægju – sem byggir á þátttöku, aðild, starfsgleði og starfsþróun.

Nánari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins, www.ggverk.is.