lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í jarð­tækni

Vegagerðin leitar að sérfræðingi á sviði jarðtækni til starfa á hönnunardeild.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga og reynslu af að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði jarðtæknilegra rannsókna og burðarþolshönnunar vega. Á hönnunardeild vinna um 18 manns við ýmis hönnunar-, þróunar- og rannsóknarverkefni, sem tengjast umferðarmannvirkjum.

Starfssvið

 • Fagleg umsjón með borvagni og öðrum tækjum vegna jarðtæknilegra rannsókna.
 • Fagleg umsjón með fallóðsmælingum og veggreini.
 • Jarðtæknileg ráðgjöf vegna hönnunar vega og grundunar brúa.
 • Gerð leiðbeininga um burðarþolshönnun vega og jarðtæknilegar rannsóknir.
 • Þátttaka í föstum nefndum á starfssviðinu.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í verkfræði eða tæknifræði, kostur á sviði jarðtækni eða jarðverkfræði.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að taka þátt í teymisvinnu.
 • Lausnamiðuð hugsun og færni til að fylgja málum eftir.
 • Frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Kunnátta í ensku og einu öðru Norðurlandamáli.

Vegagerðin er ríkisstofnun sem vinnur að öruggum og greiðum samgöngum í þágu samfélagsins. Hlutverk hennar er að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Meginmarkmið stofnunarinnar eru öruggar og greiðar samgöngur á sjó og landi, hagkvæm uppbygging og rekstur samgöngukerfisins í sátt við umhverfið, skilvirk og vel skipulögð starfsemi og ábyrgt, hæft og ánægt starfsfólk. Gildi Vegagerðarinnar eru Fagmennska-Öryggi-Framsýni.

Vegagerðin hefur skilgreinda mannauðsstefnu, vinnur eftir jafnréttisáætlun og hefur sett siðareglur sem starfsmönnum ber að halda í heiðri í störfum sínum. Unnið er m.a. eftir stefnu í umferðaröryggismálum, umhverfisstefnu og öryggisstefnu. Starfsemi Vegagerðarinnar tekur mið af aðferðarfræði gæðastjórnunar og verkefnastjórnunar.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Bæði konur og karlar hvött til að sækja um starfið. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.