lock search attention facebook home linkedin twittter

Forstöðumaður rekstrardeildar

Vegagerðin óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að sinna starfi forstöðumanns rekstrardeildar Vegagerðarinnar í Reykjavík.

Á rekstrardeild eru 10 starfsmenn og hlutverk deildarinnar er að hafa umsjón með innkaupum, birgðahaldi, rekstri tækja og véla og fasteigna auk eftirlits með búnaði á vélaverkstæðum Vegagerðarinnar. Minjavarsla fellur einnig undir starfssvið deildarinnar.

Gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf á haustmánuðum.

Nánari upplýsingar um starfið veita Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eða Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri í síma 522-1000

Starfssvið

 • Stjórnun og rekstur daglegrar starfsemi og verkefna rekstrardeildar.
 • Starfsmannamál.
 • Yfirumsjón með innkaupum á tækjum, vörum og búnaði ásamt birgðahaldi.
 • Umsjón með gerð útboða og samninga um innkaup.
 • Yfirumsjón með rekstri véla og tækja Vegagerðarinnar, ásamt fasteignum, viðhaldi þeirra og nýbyggingum.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði eða annað sambærilegt próf sem nýtist í starfi. Framhaldspróf kostur.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg.
 • Leiðtogahæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og metnaðurtil að ná árangri í starfi
 • Hæfni til ákvarðanatöku og eftirfylgni, geta til að sýna sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli

Vegagerðin er ríkisstofnun sem vinnur að öruggum og greiðum samgöngum í þágu samfélagsins. Hlutverk hennar er að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Meginmarkmið stofnunarinnar eru öruggar og greiðar samgöngur á sjó og landi, hagkvæm uppbygging og rekstur samgöngukerfisins í sátt við umhverfið, skilvirk og vel skipulögð starfsemi og ábyrgt, hæft og ánægt starfsfólk. Gildi Vegagerðarinnar eru Fagmennska-Öryggi-Framsýni.

Vegagerðin hefur skilgreinda mannauðsstefnu, vinnur eftir jafnréttisáætlun og hefur sett siðareglur sem starfsmönnum ber að halda í heiðri í störfum sínum. Unnið er m.a. eftir stefnu í umferðaröryggismálum, umhverfisstefnu og öryggisstefnu. Starfsemi Vegagerðarinnar tekur mið af aðferðarfræði gæðastjórnunar og verkefnastjórnunar.