lock search attention facebook home linkedin twittter

Lögfræð­ingar

Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála auglýsir eftir 2-3 lögfræðingum til starfa við krefjandi verkefni.

Ferli lokið

Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru dugmiklir, athugulir, búa yfir hæfni til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna, geta greint á milli aðal- og aukaatriða og hafa gott vald á íslenskri tungu.

Hvert starf er 100% stöðugildi. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. apríl 2020.

Störfin felast einkum í úrvinnslu kærumála og undirbúningi úrskurða. Viðfangsefnin eru á sviði stjórnsýsluréttar og umhverfis- og auðlindamála, þ. á m. skipulags- og byggingarmála, mála er varða hollustuhætti og mengunarvarnir og mála er varða mat á umhverfisáhrifum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags lögfræðinga og ríkisins. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
 • Þekking eða reynsla á sviði stjórnsýsluréttar
 • Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar eða úrskurðarvinnu er æskileg
 • Þekking á umhverfis- og auðlindamálum, skipulags- og byggingarmálum, málum er varða hollustuhætti og mengunarvarnir er æskileg
 • Framúrskarandi kunnátta í íslensku, töluðu og rituðu máli
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
 • Nákvæmni, öguð, sjálfstæð og skilvirk vinnubrögð
 • Hæfni til að vinna undir álagi og með jöfnum og góðum afköstum

Fyrirtækið / stofnunin

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði. Samkvæmt lögum ber nefndinni að kveða upp úrskurði eins fljótt og kostur er og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn bárust frá stjórnvaldi, en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið. Að undanförnu hefur nefndin náð að minnka mikið málahala frá fyrri árum og stytta málsmeðferðartíma og er lögð áhersla á að halda áfram á sömu braut.

Almennar upplýsingar um starfsemi nefndarinnar má finna á heimasíðu hennar: www.uua.is.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.