lock search attention facebook home linkedin twittter

Sviðs­stjóri sviðs efna, eftir­lits og veiði­stjórn­unar

Umhverfistofnun leitar að leiðtoga fyrir svið efna, eftirlits og veiðistjórnunar.

Stofnunin gegnir mikilvægu hlutverki í þessum fjölbreyttu og krefjandi málaflokkum og er sviðstjóri leiðandi í stefnumótun og þróun málaflokkanna innan stofnunarinnar.
Leitað er að hvetjandi einstaklingi sem er tilbúinn að leiða hóp sérfræðinga með jákvæðni og metnað að leiðarljósi.

 

Sviðsstjóri er fyrirmynd í öllum sínum störfum og samskiptum. Hann fylgir gæðareglum, gildum stofnunarinnar og hefur yfirmarkmið stofnunarinnar sífellt að leiðarljósi. Sviðsstjóri ber ábyrgð á jákvæðum skilaboðum innan sviðs og stofnunar út á við. Hann skilgreinir og fagnar áfangasigrum.

Í rekstri sviðs efna, eftirlits og veiðistjórnunar felst m.a. gerð ársáætlunar, rekstraráætlunar og eftirfylgni við stefnu og markmið stofnunarinnar.

 • Mannauðsmál sem felast í margbreytilegum verkefnum, allt frá ráðningum, að eftirfylgni við frammistöðu starfsmanna.
 • Gæðamál: Eftirfylgni og ábyrgð á að störf séu unnin í samræmi við vottaða gæðastefnu stofnunarinnar

Starfssvið

 • Daglegur rekstur og stjórnun og ábyrgð á jákvæðum skilaboðum innan sviðs og stofnunar út á við.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni.
 • Þróun, stefnumótun og markmiðasetning.
 • Mannauðsmál sviðsins.
 • Gæðamál, eftirfylgni og ábyrgð.
 • Samskipti við Alþingi, ráðuneyti, stofnanir og hagsmunaaðila.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnunarstörfum.
 • Leiðtogahæfni og hæfni í samskiptum.
 • Góð fyrirmynd í starfi.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
 • Þekking og/eða reynsla af málaflokkum sviðs.
 • Jákvæðni og metnaður.

Konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða getur verið, allt eftir búsetu, í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum.

Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu.