lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í þjón­ustu- og innkaupa­deild

Þorbjörn hf. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og framsækinn einstakling í starf í þjónustu- og innkaupadeild.

Í starfinu felst umsjón með viðhaldi og viðhaldskostnaði deilda hjá Þorbirni hf. í Grindavík.

Starfssvið

 • Skipulagning viðhalds og þjónustu skipa og landvinnslu í samstarfi við yfirmann deildar
 • Forgangsröðun verkefna, samþykktir og framkvæmd verkpantana
 • Utanumhald á viðhaldskostnaði og eftirlit með þjónustuaðilum
 • Tæknilegur stuðningur við iðnaðarmenn og vélstjóra
 • Innleiðing og utanumhald á miðlægri þjónustu- og innkaupakerfi
 • Samþykktir og yfirferð á þjónustu- og innkaupareikningum
 • Viðvera við móttöku og brottfarir skipa, í slippum og inniverum skipa

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Vélstjórnarmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Reynsla af rekstri viðhalds og/eða þjónustu
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Vilji til að læra og þróast í starfi
 • Jákvæðni og hæfni til að vinna í teymi
 • Geta til að skipuleggja og leiða verkefni

Fyrirtækið / stofnunin

Þorbjörn hf. hefur rekið fiskvinnslu í Grindavík frá stofnun og einnig í Vogunum frá árinu 2000. Fyrirtækið hefur gert út netbáta, línubáta, loðnubáta og togara og verið með frystitogararekstur frá árinu 1990. Í dag gerir Þorbjörn hf. út sex skip og starfrækir þrjá landvinnslur.

Frekari upplýsingar má finna hér: www.thorfish.is

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.