lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í grein­ingum

Stoðir hf. óska eftir umsóknum í starf sérfræðings í greiningum fjárfestingaverkefna.

Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á fjárfestingum og greiningum.

Starfssvið

 • Greining fjárfestingakosta
 • Gerð viðskiptaáætlana og verðmata
 • Gerð fjárfestingakynninga
 • Upplýsinga- og skýrslugjöf
 • Eftirfylgni með fjárfestingum
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
 • Reynsla af gerð verðmata og fjárfestingakynninga kostur
 • Áhugi á efnahagsmálum og fyrirtækjarekstri
 • Hæfileiki til að útbúa vandað og greinargott kynningarefni
 • Ástríða fyrir excel
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð

Fyrirtækið / stofnunin

Stoðir hf. eru öflugt fjárfestingarfélag með 25 milljarða eigið fé í árslok 2019. Starfsmenn félagsins eru nú fjórir. Fjárfestingastefna Stoða endurspeglar þá staðreynd að félagið er í meirihlutaeigu einkafjárfesta, sem fjárfesta til langs tíma. Markmið Stoða er að auka verðmæti hluthafa sinna með því að fjárfesta í fáum, stórum verkefnum, þar sem félagið getur haft virka aðkomu. Stærstu fjárfestingar Stoða í árslok 2019 voru í Símanum, Arion banka og TM. Nánari upplýsingar má finna hér: www.stodir.is

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.