lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Starfsgreinasamband Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra.

Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfssvið

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri
 • Stefnumótun og framkvæmd ákvarðana
 • Umsjón með gerð og túlkun kjarasamninga
 • Umsjón með kynningarstarfi, útgáfu og samskiptum við fjölmiðla
 • Skipulagning samráðs og samstarfs aðildarfélaga
 • Samskipti við innlend og erlend aðildarfélög

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Reynsla og þekking á málefnum stéttarfélaga og kjarasamningum
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfileikar
 • Hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
 • Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu norðurlandamáli

Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landssamband innan ASÍ og samanstendur af 19 stéttarfélögum verkafólks með um 57 þúsund félagsmenn. Hlutverk sambandsins er að styðja og styrkja aðildarfélögin í þeirra starfi og hagsmunabaráttu félagsmanna þeirra. Skrifstofa sambandsins er í Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.