lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri

Hafðu áhrif á heilan landshluta

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óska eftir að ráða verkefnastjóra til starfa. Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Starfssvið

 • Mat á fyrirliggjandi hugmyndum um iðnaðaruppbyggingu á Norðurlandi vestra.
 • Markaðssetning landshlutans sem fýsilegs fjárfestingarkosts, þ.m.t. gerð kynningarefnis, bein markaðssetning, samskipti við fjárfesta o.fl.
 • Mat og greining á innviðum.
 • Gerð viðskiptaáætlana og markaðsgreininga.
 • Samskipti við hagsmunaaðila.
 • Koma auga á tækifæri til atvinnuskapandi fjárfestinga í landshlutanum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Haldbær þekking/reynsla af rekstri.
 • Reynsla af fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu er kostur.
 • Greiningarhæfni t.d. varðandi alþjóðlega tækni- og viðskiptaþróunar.
 • Þekking/reynsla af markaðsmálum.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Góð almenn tölvufærni.
 • Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Fyrirtækið / stofnunin

Starfssvæði SSNV nær yfir 7 sveitarfélög frá Hrútafirði í vestri yfir í Skagafjörði í austri. Starfsmenn samtakanna eru 6. Samtökin vinna að framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, atvinnuþróun og öðrum sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna. Á Norðurlandi vestra búa um 7000 manns í fjölskylduvænum samfélögum í nálægð við stórbrotna náttúru. Tómstundastarf er fjölbreytt og menningarlíf gróskumikið.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.