lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókhald og almenn skrif­stofu­störf á Hvamms­tanga

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leita að starfsmanni í bókhald og almenn skrifstofustörf á Hvammstanga.

Helstu verkefni eru umsjón og færsla bókhalds samtakanna, skjalavarsla, almennt skrifstofuhald og ýmiskonar aðstoð við framkvæmdastjóra. Um 50% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, viðurkenndur bókari er kostur.
  • Haldbær reynsla af færslu bókhalds í Navision bókhaldskerfi eða sambærilegum kerfum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Nákvæmni og greiningarhæfni.
  • Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega á Excel.
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Fyrirtækið / stofnunin

Starfssvæði SSNV nær yfir 7 sveitarfélög frá Hrútafirði í vestri yfir í Skagafjörði í austri. Starfsmenn samtakanna eru 6. Samtökin vinna að framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, atvinnuþróun og öðrum sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna. Á Norðurlandi vestra búa um 7000 manns í fjölskylduvænum samfélögum í nálægð við stórbrotna náttúru. Tómstundastarf er fjölbreytt og menningarlíf gróskumikið.

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 3 Mat umsókna í gangi
  • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.