lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í gæða­málum

Sorpa leitar að sérfræðingi í gæðastjórnun. Leitað er að drífandi einstaklingi með góða þekkingu og áhuga á gæða- og umhverfismálum.

Starfssvið

 • Verkefni á sviði gæða-, umhverfis- og upplýsingaöryggismála.
 • Ábyrgð og umsjón með stjórnkerfum gæðamála.
 • Samstarf við stjórnendur og aðra starfsmenn.
 • Eftirfylgni verkefna og þátttaka í samstarfsverkefnum.
 • Skipulagning og umsjón með innri og ytri úttektum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á sviði gæðastjórnunar eða annað próf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla í uppbyggingu/rekstri stjórnunarkerfa og reynsla af innri úttektum.
 • Þekking á ISO 9001 og ISO 14001 og kostur að hafa þekkingu á ISO 27001.
 • Jákvætt viðmót og hæfni í samskiptum.
 • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta á einu Norðurlandamáli er æskileg.
 • Mjög góð almenn tölvukunnátta.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Endurvinnslustöðvar SORPU eru sex talsins og reknar samkvæmt samningi milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og SORPU bs.

SORPA hefur hlotið vottun ISO 9001 og umhverfisvottun ISO 14001. Einnig hefur SORPA fengið jafnlaunavottun VR.

Nánari upplýsingar um SORPU á www.sorpa.is.