lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur á sviði umhverf­is­mats

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á sviði umhverfismats sem er eitt fjögurra fagsviða á Skipulagsstofnun.

Helstu verkefni þess er mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Starfssvið

 • Vinna að ákvörðunum og umsögnum stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana.
 • Ráðgjöf og samskipti við framkvæmdaraðila, forsvarsaðila áætlanagerðar, ráðgjafa og almenning.
 • Þátttaka í öðrum verkefnum, svo sem kynningar- og leiðbeiningarstarfi, þróun verklags og stefnumótun.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistaragráða á sviði umhverfismats, svo sem sérmenntun í umhverfismati, umhverfisfræði, skipulagsfræði eða verkfræði.
 • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg, svo sem við umhverfismat opinbera stjórnsýslu.
 • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum og metnaður til að ná árangri.
 • Frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
 • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.

Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.