lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu­skrif­stofu

Þjónustuskrifstofa SIGL óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og ríka samskiptahæfni. Hlutverk SIGL er m.a. að þjónusta fjögur fagstéttarfélög og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn SIGL og ber ábyrgð á þjónustuskrifstofu félaganna. Viðkomandi starfar náið með formönnum aðildarfélaganna að markmiðum SIGL og ber ábyrgð á að starfsemi þess sé í samræmi við lög aðildarfélaganna.

 

Starfssvið

 • Daglegur rekstur skrifstofu.
 • Bókhald og fjármál.
 • Þjónusta og upplýsingagjöf til félagsmanna.
 • Móttaka og meðhöndlun gagna.
 • Úrvinnsla umsókna og yfirumsjón með félagatali.
 • Undirbúningur funda og gagnaöflun.
 • Ýmis tilfallandi verkefni og samskipti fyrir hönd aðildarfélaganna.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfið.
 • Þekking og reynsla af fjármálatengdum störfum.
 • Góð alhliða reynsla af skrifstofustörfum.
 • Þekking á DK kerfinu er kostur.
 • Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 • Frumkvæði og skipulagshæfni.
 • Gott vald á íslensku og ensku.
 • Reynsla af störfum félagasamtaka er kostur.

Þjónustuskrifstofa SIGL er þjónustueining fyrir 4 fagstéttarfélög háskólamenntaðra heilbrigðisstétta, Félag sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélag Íslands, Félag geislafræðinga og Félag lífeindafræðinga, sem heldur utan um daglegan rekstur félaganna. Samtals eru félagsmenn nálægt 1500.