lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræðingur á kjarasviði

SFR óskar eftir að ráða sérfræðing á kjara- og félagssvið.

Leitað er að öflugum og framsæknum einstaklingi sem hefur áhuga á kjara- og réttindamálum launafólks.

Starfssvið

 • Vinna að kjaramálum og stofnanasamningum SFR
 • Tölfræðigreiningar og upplýsingaöflun er varða kjaratengd málefni
 • Uppsetning gagnagrunna vegna kjara- og stofnanasamninga
 • Vinna að kjara- og launakönnunum félagsins
 • Aðstoð við félagsmenn er varðar kjör og réttindi
 • Kennsla og fræðsla varðandi kjaramál
 • Vinna við félags- og gagnakerfi SFR
 • Önnur verkefni skv. ákvörðun framkvæmdastjóra

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. hagfræði, vinnumarkaðsfræði, viðskipta- eða verkfræði
 • Víðtæk reynsla af tölfræði- og greiningarvinnu og notkun töflureikna
 • Áhugi og reynsla/þekking af kjaramálum
 • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Góð íslenskukunnátta og færni í textagerð

SFR er stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið. Félagsmenn eru um 6000 og er SFR stærsta félagið innan BSRB. Helstu verkefni SFR eru að bæta kjör félagsmanna og verja réttindi þeirra. Á skrifstofu SFR starfa 6 konur og 4 karlmenn.

Frekari upplýsingar um félagið er að finna á www.sfr.is.