lock search attention facebook home linkedin twittter

Útvarps­stjóri

Stjórn RÚV auglýsir laust starf útvarpsstjóra.

Útvarpsstjóri hefur það hlutverk að framfylgja stefnu Ríkisútvarpsins og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Leitað er að öflugum og reyndum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar.

Útvarpsstjóri starfar í umboði stjórnar. Ráðið verður í stöðuna til fimm ára og skal viðkomandi uppfylla hæfnisskilyrði skv. 5. mgr. 9.gr. laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013.

Starfssvið

 • Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri félagsins.
 • Yfirumsjón og ábyrgð allrar dagskrárgerðar.
 • Stefnumótun og markmiðasetning.
 • Samskipti við hagaðila.
 • Alþjóðlegt samstarf.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Leiðtogahæfileikar og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Skilningur og áhugi á nýjum miðlum.
 • Reynsla af stefnumótunarvinnu, nýsköpun og innleiðingu stefnu.
 • Þekking og reynsla af fjölmiðlun, menningar- og samfélagsmálum.
 • Góð tungumálakunnátta og góð hæfni til tjáningar í ræðu og riti.

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.