lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í öryggi búnaðar og ferla

Rio Tinto á Íslandi hf leitar að einstaklingi til þess að sjá um innleiðingu á staðli um öryggi búnaðar og ferla (Process Safety).

Leitað er að einstaklingi með góða tækniþekkingu og reynslu af innleiðingu nýrra verkferla.

Starfið snýst um að innleiða staðlaða verkferla sem tryggja að full stjórn sé ávallt á áhættuþáttum í búnaði og ferlum þar sem atvik af völdum óvæntrar losunar efna eða orku gætu haft miklar afleðingar. Verkferlarnir taka á hönnun, viðhaldi og rekstri búnaðar.

Starfssvið

 • Ábyrgð á innleiðingu nýrra krafna varðandi öryggi búnaðar og ferla (process safety).
 • Greining á áhættum og innleiðing á áhættustýringum.
 • Samskipti við framleiðslu- og viðhaldsdeildir.
 • Samskipti við aðra sérfræðinga Rio Tinto í öðrum löndum.
 • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í verkfræði eða tæknifræði.
 • Yfirgripsmikil þekking á tæknimálum og sjálfvirkni.
 • Góðir samskiptahæfileikar og geta til að virkja fólk.
 • Brennandi áhugi á öryggismálum.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslensku-og enskukunnátta.

Rio Tinto á Íslandi rekur álverið ISAL í Straumsvík sem fagnar 50 ára afmæli ár. Við erum fjölbreyttur vinnustaður og starfsfólk okkar erum 400. Framtíð okkar byggir á framúrskarandi starfsfólki.

Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis, heilbrigðis og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.

Gildi okkar eru ÖRYGGI, HEILINDI, VIRÐING, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.