lock search attention facebook home linkedin twittter

Leið­togi í upplýs­inga­tækni

Reykjavíkurborg leitar því að öflugum og reynslumiklum leiðtoga í starf upplýsingatæknistjóra á nýju sviði þjónustu og nýsköpunar.

Ferli lokið

Viðkomandi þarf að hafa skýra sýn á nútíma upplýsingatækni og hlutverk hennar sem lykileiningar í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar.

Upplýsingatæknistjóri er einn af lykilstjórnendum á sviði þjónustu og nýsköpunar, sem tekur til starfa þann 1. júní næstkomandi. Verkefni á sviði upplýsingatækni og stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg eru í mótun og hefur viðkomandi tækifæri til að koma að mótun og framtíðarskipulagi upplýsingatæknimála borgarinnar.

Framundan eru spennandi tímar í starfsemi og þjónustu borgarinnar og mun upplýsingatækni hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Starfssvið

 • Leiða stefnumörkun upplýsingatæknireksturs.
 • Þróun og skipulagning á verklagi einingarinnar.
 • Daglegur rekstur og stjórnun.
 • Samstarf við svið og stofnanir borgarinnar um upplýsingatæknimál.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Stjórnunarreynsla og reynsla af samningagerð.
 • Yfirgripsmikil reynsla af verkefnastýringu og breytingastjórnun.
 • Víðtæk upplýsingatækniyfirsýn.
 • Leiðtogahæfileikar og rík aðlögunarhæfni.
 • Rík þjónustulund, frumkvæði og drifkraftur.
 • Góð kunnátta í íslensku, ensku og Norðurlandamáli.

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leiðir m.a. þróun og þjónustu í upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg með það að leiðarljósi að tryggja notendum bestu og hagkvæmustu lausnirnar til að ná hámarks árangri. Reykjavíkurborg rekur eina umfangsmestu upplýsingatækniþjónustu landsins, með þúsundum útstöðva á rúmlega þrjúhundruð starfsstöðvum. Notendur upplýsingatæknilausna eru öll svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar, flestir íbúar borgarinnar sem og fyrirtæki og atvinnulíf.