lock search attention facebook home linkedin twittter

Leið­togi í upplýs­inga­tækni

Reykjavíkurborg leitar því að öflugum og reynslumiklum leiðtoga í starf upplýsingatæknistjóra á nýju sviði þjónustu og nýsköpunar.

Viðkomandi þarf að hafa skýra sýn á nútíma upplýsingatækni og hlutverk hennar sem lykileiningar í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar.

Upplýsingatæknistjóri er einn af lykilstjórnendum á sviði þjónustu og nýsköpunar, sem tekur til starfa þann 1. júní næstkomandi. Verkefni á sviði upplýsingatækni og stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg eru í mótun og hefur viðkomandi tækifæri til að koma að mótun og framtíðarskipulagi upplýsingatæknimála borgarinnar.

Framundan eru spennandi tímar í starfsemi og þjónustu borgarinnar og mun upplýsingatækni hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Starfssvið

 • Leiða stefnumörkun upplýsingatæknireksturs.
 • Þróun og skipulagning á verklagi einingarinnar.
 • Daglegur rekstur og stjórnun.
 • Samstarf við svið og stofnanir borgarinnar um upplýsingatæknimál.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Stjórnunarreynsla og reynsla af samningagerð.
 • Yfirgripsmikil reynsla af verkefnastýringu og breytingastjórnun.
 • Víðtæk upplýsingatækniyfirsýn.
 • Leiðtogahæfileikar og rík aðlögunarhæfni.
 • Rík þjónustulund, frumkvæði og drifkraftur.
 • Góð kunnátta í íslensku, ensku og Norðurlandamáli.

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leiðir m.a. þróun og þjónustu í upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg með það að leiðarljósi að tryggja notendum bestu og hagkvæmustu lausnirnar til að ná hámarks árangri. Reykjavíkurborg rekur eina umfangsmestu upplýsingatækniþjónustu landsins, með þúsundum útstöðva á rúmlega þrjúhundruð starfsstöðvum. Notendur upplýsingatæknilausna eru öll svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar, flestir íbúar borgarinnar sem og fyrirtæki og atvinnulíf.