lock search attention facebook home linkedin twittter

Leik­skólinn Rofa­borg

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi óskast til starfa í Rofaborg.

Rofaborg er fimm deilda leikskóli í Árbæjarhverfi þar sem dvelja um 104 börn á 5 aldurskiptum deildum. Einkunnarorð leikskólans eru leikur – gleði – vinátta. Undanfarin ár hefur leikskólinn verið að þróa starfið með elstu börnunum með áherslu á læsi og stærðfræði í gegnum leik. Útikennsla í Elliðarárdalnum, hreyfing og myndlist eru jafnframt ríkur þáttur í starfinu. Í Rofaborg starfar kraftmikill og samhentur starfsmannahópur sem vantar starfsmann í sitt lið. Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Starfssvið

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun, leikskólaliðamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðlar að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi.
Leiðarljós skóla- og frístundasviðs er að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Hlutverk sviðsins er að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið og að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.
Á skóla- og frístundasviði er leikur, nám og frístund jafn mikilvæg og sérsvið og sérkenni hverrar hugmyndafræði fá að blómstra með áherslu á þverfaglegt samstarf. Þannig skapast tækifæri til fjölbreyttari menntunar- og frístundastarfs fyrir börn og ungmenni.