lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri fjár­mála

Reir Verk ehf. leitar að öflugum einstaklingi til að taka að sér starf framkvæmdastjóra fjármála.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu úr byggingariðnaði og rekstri fyrirtækja.

Starfssvið

 • Dagleg stjórnun fjármála og reksturs.
 • Samskipti við fjármálastofnanir.
 • Greiningar og skýrslugerð.
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
 • Umsjón með launavinnslu.
 • Gerð mánaðaruppgjöra, árs og árshlutareikninga.
 • Undirbúningur fyrir endurskoðun.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi svo sem viðskipta- eða verkfræðimenntun.
 • Viðbótarmenntun í reikningshaldi er kostur.
 • Reynsla af áætlanagerð og fjármálastjórnun.
 • Góð þekking, færni og reynsla af fjárhagskerfum s.s. Navision og DK eða sambærileg kerfi.
 • Kunnátta og færni í Excel, kunnátta í Power BI er kostur.
 • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
 • Góð skipulags- og samskiptahæfni.
 • Stjórnunarreynsla.
 • Drifkraftur og þrautseigja.

Fyrirtækið / stofnunin

Reir Verk ehf. er dótturfélag Reir ehf. eignarhaldsfélags, sem var stofnað árið 2005.
Reir Verk ehf. er í dag öflugt og framsækið byggingarfélag sem vinnur að fjölbreyttum fasteignaverkefnum. Undanfarin ár hefur Reir Verk ehf. unnið að uppbyggingu á metnaðarfullum verkefnum í miðbæ Reykjavíkur ásamt þróun fasteignaverkefna. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði. Markmið félagsins er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum heildarlausnir í byggingaverkefnum.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.