lock search attention facebook home linkedin twittter

Vakt­stjóri

Óskað er eftir öflugum leiðtoga í starf vaktstjóra fyrirtækisins á Bakka á Húsavík. Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að fá fólk til liðs við sig og hvetja samstarfsfólk sitt til árangurs.

Starfssvið

 • Dagleg stjórnun og umsjón með vöktum
 • Stýring og þjálfun starfsmanna á vakt
 • Gerð vaktaskýrslna og utanumhald um orlof starfsmanna
 • Upplýsingagjöf til starfsfólks
 • Eftirfylgni með stefnu og áherslum fyrirtækisins
 • Þátttaka í öryggismálum
 • Samvinna með öðrum stjórnendum fyrirtækisins

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af verkstjórn eða öðrum stjórnunarstörfum
 • Nám sem nýtist í starfið kostur
 • Sterk öryggisvitund, innsýn í öryggis- og gæðastjórnun kostur
 • Þekking á straumlínustjórnun (LEAN) er kostur
 • Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
 • Leiðtogahæfileikar og metnaður til árangurs
 • Jákvætt viðmót og hæfni til að vinna vel undir álagi
 • Sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2019

PCC BakkiSilicon hf er öflugur vinnustaður á Norðurlandi. Hjá okkur starfa yfir 100 manns í fjölbreyttum störfum og með fjölbreyttan bakgrunn. Við viljum að vinnustaðurinn okkar einkennist af samvinnu og opnum samskiptum í andrúmslofti þar sem frumkvæði hvers og eins starfsmanns fær að njóta sín. Við styðjum við persónulega þróun starfsfólks okkar sem og uppbyggingu samfélagsins sem við störfum í.