lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í öryggis- og gæða­málum

Við leitum að sérfræðingi í öryggis- og gæðamálum. Leitað er að einstaklingi með reynslu af gæðastjórnun, ástríðu fyrir öryggi starfsfólks góða samskiptahæfileika.

Starfssvið

 • Vinna við rekstur gæðakerfis og samskipti við vottunaraðila
 • Umsjón með innri og ytri úttektum
 • Stýring og eftirfylgni stöðugra umbóta
 • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð
 • Þátttaka í vinnu við straumlínustjórnun (LEAN)

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Verkfræði, tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á öryggismálum og reynsla af vinnu í þroskaðri öryggismenningu
 • Þekking á stjórnkerfisstöðlum (ISO 9001, 14001 og 45001) er kostur
 • Reynsla af uppbyggingu og innleiðingu umbótamenningar á vinnustað
 • Þekking á aðferðum LEAN í framleiðslu kostur
 • Reynsla úr framleiðsluumhverfi er æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni
 • Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
 • Jákvætt viðmót og hæfni til að vinna vel undir álagi
 • Metnaður, umbótavilji og jákvæðni í innleiðingu breytinga
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2019

PCC BakkiSilicon hf er öflugur vinnustaður á Norðurlandi. Hjá okkur starfa yfir 100 manns í fjölbreyttum störfum og með fjölbreyttan bakgrunn. Við viljum að vinnustaðurinn okkar einkennist af samvinnu og opnum samskiptum í andrúmslofti þar sem frumkvæði hvers og eins starfsmanns fær að njóta sín. Við styðjum við persónulega þróun starfsfólks okkar sem og uppbyggingu samfélagsins sem við störfum í.