lock search attention facebook home linkedin twittter

Áreið­an­leika­sér­fræð­ingur (reli­ability engineer/speci­alist)

PCC leitar að staðföstum og nákvæmum áreiðanleikasérfræðingi.

Ferli lokið

Áreiðanleikasérfræðingur greinir óeðlilegar tafir og bilanir ásamt því að fylgjast með og bregðast við viðhaldsgögnum.

Starfssvið

 • Skilgreina og kynna mögulegar lausnir til að auka áreiðanleika búnaðar
 • Stunda vettvangsrannsóknir vegna bilana og vandamála og veita tæknistuðning við flókin viðhaldsverk og bilanagreiningar
 • Fylgja öryggisreglum í hvívetna og stuðningur við aðra
 • Önnur tilfallandi verkefni sem falla til

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Véla- eða tæknifræðingur eða sambærilegt
 • Reynsla af vinnu í áreiðanleikamiðuðu umhverfi mikill kostur
 • Reynsla af öryggismálum er nauðsynleg
 • Góð kunnátta í ensku
 • Mjög góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og staðfesta við úrvinnslu verkefna

PCC BakkiSilicon hf er öflugur vinnustaður á Norðurlandi. Hjá okkur starfa yfir 100 manns í fjölbreyttum störfum og með fjölbreyttan bakgrunn. Við viljum að vinnustaðurinn okkar einkennist af samvinnu og opnum samskiptum í andrúmslofti þar sem frumkvæði hvers og eins starfsmanns fær að njóta sín. Við styðjum við persónulega þróun starfsfólks okkar sem og uppbyggingu samfélagsins sem við störfum í.