lock search attention facebook home linkedin twittter

Áreið­an­leika­sér­fræð­ingur (reli­ability engineer/speci­alist)

PCC leitar að staðföstum og nákvæmum áreiðanleikasérfræðingi.

Áreiðanleikasérfræðingur greinir óeðlilegar tafir og bilanir ásamt því að fylgjast með og bregðast við viðhaldsgögnum.

Starfssvið

 • Skilgreina og kynna mögulegar lausnir til að auka áreiðanleika búnaðar
 • Stunda vettvangsrannsóknir vegna bilana og vandamála og veita tæknistuðning við flókin viðhaldsverk og bilanagreiningar
 • Fylgja öryggisreglum í hvívetna og stuðningur við aðra
 • Önnur tilfallandi verkefni sem falla til

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Véla- eða tæknifræðingur eða sambærilegt
 • Reynsla af vinnu í áreiðanleikamiðuðu umhverfi mikill kostur
 • Reynsla af öryggismálum er nauðsynleg
 • Góð kunnátta í ensku
 • Mjög góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og staðfesta við úrvinnslu verkefna

PCC BakkiSilicon hf er öflugur vinnustaður á Norðurlandi. Hjá okkur starfa yfir 100 manns í fjölbreyttum störfum og með fjölbreyttan bakgrunn. Við viljum að vinnustaðurinn okkar einkennist af samvinnu og opnum samskiptum í andrúmslofti þar sem frumkvæði hvers og eins starfsmanns fær að njóta sín. Við styðjum við persónulega þróun starfsfólks okkar sem og uppbyggingu samfélagsins sem við störfum í.