lock search attention facebook home linkedin twittter

Ráðgjöf og hönnun

Ormsson leitar eftir hönnuð til að annast ráðgjöf, hönnun og sölu á HTH innréttingum.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfssvið

 • Hönnun og teikning innréttinga
 • Þjónusta og sala til einstaklinga og verktaka
 • Tilboðsgerð og eftirfylgni með sölu

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Innanhússarkitektúr eða sambærileg menntun
 • Góð tölvukunnátta og reynsla af sölumennsku æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
 • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í starfi
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Íslenskukunnátta skilyrði

Fyrirtækið Bræðurnir Ormsson var stofnað 1. desember 1922 af þeim bræðrum Eiríki og Jóni Ormssyni og hefur fyrirtækið verið í eigu afkomenda þeirra meira og minna frá stofnun fram til dagsins í dag. Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og smásala á heimilistækjum, innréttingum, sjónvörpum og hljómtækjum.

HTH tilheyrir NOBIA samsteypunni sem er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun og hugvit mikils metin og danskt handverk eftirsótt um allan heim.