lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og mannauðs­sviðs

Ölgerðin leitar að öflugum leiðtoga til að stýra fjármála- og mannauðssviði samstæðunnar sem samanstendur af fasteignafélagi, heildversluninni Danól ásamt móðurfélagi.

Viðkomandi þarf að búa yfir miklu frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum ásamt leiðtogahæfni.

Undir sviðið falla bókhald, fjárreiður, upplýsingatækni, mannauðsmál og umbóta- og ferlamál. Starfið er bæði umfangsmikið og krefjandi og hentar einstaklingi sem býr yfir færni á sviði fjármálastjórnunar, upplýsingatækni og samskipta. Framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs er hluti af framkvæmdastjórn, vinnur náið með forstjóra og framkvæmdastjórn að því að framfylgja stefnu og að ná rekstrarmarkmiðum félagsins.

Starfssvið

 • Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins.
 • Reikningshald og uppgjör.
 • Fjármögnun, áhættu- og lausafjárstýring.
 • Umsjón með greiningum og rekstrarupplýsingum.
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
 • Þátttaka í stefnumótun og ferlagerð á sviði fjármála og fjárreiða.
 • Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á sviði fjármála, verkfræði eða viðskiptafræði, eða sambærileg menntun.
 • Þekking og færni í stjórnun fjármála.
 • Rekstrar- og stjórnunarreynsla.
 • Leiðtogahæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Stefnumótandi hugsun og kraftur til að hrinda verkefnum í framkvæmd.
 • Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi.

Ölgerðin er stofnuð árið 1913, er í dag eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði og velti á síðasta ári um 25 milljörðum króna. Hjá Ölgerðinni og dótturfyrirtækinu Danól starfa um 400 manns. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og drykkjarvörur af ýmsum toga. Danól selur mat- og sérvöru í fremstu röð og er skipt í þrjár einingar, matvara, snyrti- og sérvara auk stóreldhús og kaffikerfa. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Mikil áhersla er lögð á samfélagsábyrgð og hagkvæman rekstur. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.