lock search attention facebook home linkedin twittter

Bæjarstjóri

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða bæjarstjóra til starfa.

Ölfus er landfræðilega mjög stórt sveitarfélag með ríflega 2.100 íbúum. Þéttbýliskjarninn er Þorlákshöfn en í dreifbýlinu er einnig blómleg byggð búskapar, hestamennsku og ferðaþjónustu.

Leitað er að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, stefnumótandi hugsun, áhuga á uppbyggingu samfélagsins, frumkvæði, metnað og mjög góða samskiptahæfileika.

Í boði er fjölbreytt og áhugavert samfélag, metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi með tækifæri til að hafa áhrif á mótun sveitarfélagsins.

Starfssvið

 • Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins.
 • Ábyrgð á stefnumótun og áætlunargerð.
 • Ábyrgð á og stýring á daglegum rekstri.
 • Samskipti við hagsmunaaðila.
 • Framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar.
 • Þátttaka í uppbyggingu sveitarfélagsins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu.
 • Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur.
 • Reynsla af eftirfylgni stefnumótunar.