lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­leiðslu­stjóri Akur­eyri

Norðlenska óskar eftir að ráða árangursdrifinn og metnaðarfullan einstakling í starf framleiðslustjóra fyrirtækisins á Akureyri.

Framleiðslustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og á sæti í framkvæmdastjórn.

Starfssvið

 • Skipulag á slátrun og framleiðslu á Akureyri.
 • Starfsmannahald og þjálfun starfsmanna á Akureyri.
 • Þátttaka í gerð og eftirfylgni framleiðsluáætlana, kostnaðaráætlana og nýtingaráætlana.
 • Skipulagning innkaupa ásamt ábyrgð á hráefnis- og afuðalager á Akureyri.
 • Þátttaka í stefnumótun og gæðastarfi.
 • Þátttaka í vöruþróun.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða sveinspróf í kjötiðn.
 • Reynsla af framleiðslustýringu, verkefnastjórnun og mannaforráðum.
 • Leiðtogahæfni.
 • Góð tölvufærni og reynsla af notkun upplýsingatæknikerfa.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Norðlenska matborðið ehf. er eitt stærsta og öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru og meðal vörumerkja eru KEA, GOÐI, Húsavíkurhangikjöt og Bautabúrið. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri, en fyrirtækið er einnig með starfsstöðvar á Húsavík, á Höfn í Hornafirði og á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu eru um 165 stöðugildi að meðaltali.