lock search attention facebook home linkedin twittter

Deild­ar­stjóri í mark­aðs­eft­ir­lits­deild á eftir­lits­sviði

Lyfjastofnun auglýsir laust starf deildarstjóra í markaðeftirlitsdeild á eftirlitssviði.

Helstu verkefni markaðseftirlitsdeildar eru úttektir og eftirlit með lyfjabúðum, heilbrigðisstofnunum, dýralæknum, lyfjaauglýsingum, lækningatækjum, inn- og útflutningi ávana- og fíkniefna ásamt flokkun vöru. Leitað er að öflugum jákvæðum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100%.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um störfin.

Starfssvið

 • Stjórnun markaðseftirlitsdeildar.
 • Verkefnastýring.
 • Eftirlit með lyfjabúðum, heilbrigðisstofnunum, lyfjasölu dýralækna og lyfjaauglýsingum.
 • Eftirlit með inn-og útflutningi ávana- og fíkniefna.
 • Eftirlit með lækningatækjum.
 • Eftirlit með flokkun vöru.
 • Meðhöndlun og eftirfylgni með málefnum lækningatækja þ.m.t. gátarboð.
 • Veiting og svipting leyfa sem undir deildina heyra.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistarapróf í lyfjafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun og/eða mannaforráðum.
 • Reynsla af starfssviðið lyfjabúða.
 • Reynsla af eftirliti og/eða gæðamálum æskileg.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
 • Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Mjög góð teymisvitund, samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Nákvæmni, sjálfstæði og skipulagni í vinnubrögðum sem og jákvæðni og sveigjanleiki.
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og faglegur metnaður.

Fyrirtækið / stofnunin

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit  með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda.

Hjá Lyfjastofnun vinna um 60 starfsmenn. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta.

Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.