lock search attention facebook home linkedin twittter

Yfir­lög­fræð­ingur

Yfirlögfræðingur gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi fyrirtækisins og sýnir frumkvæði í verkefnum, bæði í innra og ytra umhverfi þess.

Ferli lokið

Starfssvið

 • Starfið tekur á fjölmörgum sviðum lögfræðinnar og verkefnin eru fjölbreytt. Þau kalla á samvinnu við samstarfsfólk og lögfræðistofur við að leysa áhugaverð verkefni í innlendu og erlendu viðskiptaumhverfi.
 • Yfirlögfræðingur á samskipti við stjórnvöld og aðra ytri hagsmunaaðila, hefur umsjón með að góðum stjórnarháttum sé fylgt í starfsemi fyrirtækisins og tekur þátt í að þróa þau tækifæri sem búa í endurnýjanlegri orku.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Kandídats- eða meistaragráða í lögfræði
 • Lögmannsréttindi
 • Mikil reynsla af lögmanns- og lögfræðistörfum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki í örri þróun. Við vinnum með virkum hætti að uppbyggingu í orkumálum og viðskiptalífi og viljum vera í fararbroddi við að móta ný tækifæri á þessum sviðum. Hjá okkur starfar hópur metnaðarfulls starfsfólks með ólíka menntun og fjölbreytta starfsreynslu.

Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöðuna.