lock search attention facebook home linkedin twittter

Spenn­andi stjórn­un­ar­starf á Blöndu­svæði

Við leitum að einstaklingi með skipulags- og stjórnunarhæfni í starf stöðvarstjóra.

Í starfinu felst stjórnun og rekstur aflstöðva á Blöndusvæði, Blöndu og Laxárstöðva. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á samskiptum við hagsmunaaðila. Við leitum að aðila sem býr yfir hæfni til að miðla upplýsingum, sýnir frumkvæði og er leiðtogi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. af rafmagns- og eða vélasviði
 • Stjórnunarþekking
 • Leiðtogahæfileikar
 • Reynsla af rekstri og viðhaldsstjórnun
 • Reynsla af öryggis-, gæða- og umhverfisstjórnun
 • Lipurð í samskiptum og hæfni til sjálfstæðra vinnubragða
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki í örri þróun. Við vinnum með virkum hætti að uppbyggingu í orkumálum og viðskiptalífi og viljum vera í fararbroddi við að móta ný tækifæri á þessum sviðum. Hjá okkur starfar hópur metnaðarfulls starfsfólks með ólíka menntun og fjölbreytta starfsreynslu.

Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöðuna.