lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókari

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða bókara til starfa í innheimtudeild.

Ferli lokið

Um er að ræða framtíðarstarf og verkefnin eru fjölbreytt. Starfshlutfallið er 100% og umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Sér um uppáskrift reikninga og annast frágang þeirra til greiðslu.
 • Dagsuppgjör, uppgjör frá lögmönnum og umsýsla fjárhagsbókhalds.
 • Vinna við frágang bókhalds fyrir endurskoðun ársreiknings.
 • Afstemmingar bankareikninga og annarra reikninga.
 • Innskráning inn í innheimtukerfi sjóðsins.
 • Ýmis skýrslugerð.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af bókhaldsstörfum nauðsynleg.
 • Þekking á Navision nauðsynleg.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð samskiptahæfni, samstarfsvilji og álagsþol.

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags.
Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.