lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókari

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða bókara til starfa í innheimtudeild.

Um framtíðarstarf er að ræða. Starfshlutfallið er 100%. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Ábyrgð og umsjón með uppáskrift reikninga og frágangi þeirra til greiðslu.
 • Dagsuppgjör, uppgjör frá lögmönnum og umsýsla fjárhagsbókhalds.
 • Vinna við frágang bókhalds fyrir endurskoðun ársreiknings.
 • Afstemmingar bankareikninga og annarra reikninga.
 • Innskráning í innheimtukerfi sjóðsins.
 • Ýmis skýrslugerð.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Viðskiptafræðimenntun eða menntun sem viðurkenndur bókari mikill kostur.
 • Reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði.
 • Góð tölvukunnátta skilyrði.
 • Þekking á Navision mikill kostur.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð samskiptahæfni, samstarfsvilji og álagsþol

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags.
Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.