lock search attention facebook home linkedin twittter

Skipu­lags­stjóri

Kópavogsbær auglýsir starf skipulagsstjóra laust til umsóknar.

Skipulagsstjóri stýrir skipulags- og byggingardeild bæjarins en þar starfar 14 manna samhentur hópur. Hann hefur umsjón með þróun á sviði skipulagsmála í bænum og ber ábyrgð á að meðferð skiplagsmála sé í samræmi við samþykkta stefnumótun, gildar skipulagsáætlanir og að farið sé eftir lögum og reglugerðum. Hann er ráðgjafi bæjarstjórnar í skipulagsmálum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs (steingr@kopavogur.is). Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar.

Starfssvið

 • Daglegur rekstur skipulags- og byggingardeildar.
 • Vinnur skipulagsáætlanir (aðal-, deili- og hverfisskipulags) og skipulags- og byggingarskilmála.
 • Umsjón og eftirlit með gerð umhverfismats áætlana.
 • Útgáfa framkvæmdaleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingarerindi.
 • Umsjón með grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga og byggingarleyfa.
 • Auglýsir skipulagslýsingar og skipulagsbreytingar lögum samkvæmt.
 • Undirbúningur funda skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.
 • Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila.
 • Þátttaka í samráðshópum um skipulags- og byggingarmál.
 • Situr í fagráði svæðisskipulagsnefndar SSH.
 • Umsagnir vegna kærumála og álitaefna í samstarfi við lögfræðideild.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi.
 • Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Leiðtogahæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu.
 • Lausnamiðuð hugsun og færni í framsetningu efnis.
 • Þekking á teikniforritum og öðrum forritum tengdum skipulagsvinnu.
 • Þekking á skjalavistunarkerfum er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.

Fyrirtækið / stofnunin

Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 38 þúsund íbúa.

Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955.

Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins.

Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.