lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra Kadeco.

Ferli lokið

Um er að ræða fjölbreytt, spennandi og krefjandi starf fyrir framúrskarandi stjórnanda með þekkingu á þróunarstarfi, skipulagi og verkefnastjórnun. Framkvæmdastjóri Kadeco mun hafa yfirumsjón og leiða þróunar- og skipulagsvinnu á þróunarsvæðinu í samráði við hagsmunaaðila og stjórn félagsins.

Starfssvið

 • Móta og innleiða heildstæða stefnu um þróunarsvæðið.
 • Umsjón með samskiptum við mismunandi hagaðila á svæðinu, leiða fram sjónarmið þeirra og vinna að samræmingu ólíkra sjónarmiða.
 • Umsjón með greiningum, úttektum og markaðsmálum í tengslum við þróun svæðisins.
 • Stýra þróunar- og skipulagsvinnu á starfssvæði félagsins með tilliti til framtíðarsýnar svæðisins og stefnu félagsins.
 • Hefðbundin störf framkvæmdastjóra félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leiðtogahæfileikar og hæfni til að hvetja aðra til árangurs.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af stjórnun, rekstri og verkefnastýringu flókinna verkefna.
 • Frumkvæði, metnaður og sköpunargáfa.
 • Reynsla af skipulags og þróunarverkefnum.
 • Framhaldsmenntun eða yfirgripsmikil reynsla af sambærilegum verkefnum.
 • Reynsla á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar.

Fyrirtækið / stofnunin

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. (Kadeco) er hlutafélag í eigu íslenska ríkisins sem stofnað var árið 2006. Félagið hefur nú fengið nýtt hlutverk sem vettvangur samstarfs sveitarfélagana á svæðinu, Isavia og íslenska ríkisins. Markmiðið með samstarfinu er að tryggja að til verði heilsteypt stefna og skipulag um uppbyggingu og þróun flugvallarsvæðisins og nærsvæða þess til framtíðar.

Tilgangur félagsins er að leiða saman hagsmuni þessara aðila og vinna að því að raungera tækifærin sem felast í svæðinu. Vinna þarf heilsteypt skipulag sem felur í sér skýra forgangsröðun uppbyggingar eftir svæðum með það að markmiði að hámarka samfélagslegan ábata þess.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.