lock search attention facebook home linkedin twittter

Mannauðs- og mark­aðs­stjóri

Vilt þú tilheyra hópi fólks sem vinnur náið saman að því að gera Jarðböðin að áhugaverðum stað?

Ef svo er þá leitum við að hugmyndaríkum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í fallegri náttúru.

Starfssvið

 • Yfirumsjón með markaðsstarfi.
 • Stefnumótun og áætlanagerð.
 • Samskipti og miðlun, þ.á.m. ábyrgð og umsjón samfélagsmiðla og samskipti við fjölmiðla.
 • Mælingar og greining á markaðsstarfi fyrirtækisins.
 • Starfsmannaviðtöl, ráðningar og vaktaplön.
 • Hugmyndavinna, verkefnastjórnun og vöruþróun.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, menntun á sviði markaðsmála og/eða mannauðsmála kostur.
 • Reynsla- og/eða þekking af markaðsstörfum kostur.
 • Reynsla- og/eða þekking af mannauðsmálum kostur.
 • Góður skilningur, kunnátta og reynsla í samfélagsmiðlun.
 • Reynsla af verkefnastjórnun kostur.
 • Góð ensku- og íslenskukunnátta í ræðu og riti, reynsla af textagerð er kostur.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Lausnarmiðuð og skapandi hugsun.

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð sumarið 2004 og hafa verið í örum vexti allar götur síðan. Á síðasta ári fór gestafjöldi í fyrsta sinn yfir 200 þúsund og er gert ráð fyrir auknum umsvifum á næstu árum. Jarðböðin hafa skapað sér sess sem kjölfesta í ferðaþjónustu á Mývatni, enda opin alla daga allt árið um kring. Mývatnssveit er rómuð fyrir náttúrufegurð, en þar búa rúmlega 430 manns. Þar er meðal annars leikskóli, grunnskóli, íþróttahús, heilsugæsla og verslun. Jarðböðin munu og geta aðstoðað við útvegun húsnæðis þar sem verið er að byggja ný raðhús sem hugsuð eru til útleigu fyrir starfsmenn.