lock search attention facebook home linkedin twittter

Viltu vinna með okkur?

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir öflugum stjórnanda í Grafarvogslaug.

Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Starfssvið

 • Yfirumsjón með daglegri starfsemi sundlaugar Grafarvogs, slíkt felur í sér ábyrgð og eftirlit með fjármálum, rekstri, mannvirki og mannauðsmálum.
 • Ábyrgð á að starfsemin standist kröfur samkvæmt reglugerðum.
 • Hluti af framkvæmdastjórn ÍTR og tekur þátt í stefnumótun þjónustunnar og allrar starfsemi á vegum sviðsins.
 • Ýtir undir heilsueflingu borgarbúa með markvissum hætti og leitast við að efla þátttöku borgarbúa í heilbrigðum tómstundum með tengingu við þau náttúrugæði sem Reykjavíkurborg hefur upp á að bjóða.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Víðtæk starfs- og stjórnunarreynsla.
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af teymisstarfi.
 • Hæfni til framsetningar og greiningu gagna og miðlun mikilvægra upplýsinga.
 • Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til þess að vinna sjálfstætt.
 • Geta til að vinna vel undir álagi.
 • Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum.

Í Grafarvogslaug starfa að jafnaði um 20 manns á þrískiptum vöktum. Grafarvogslaug er opin alla virka dag frá klukkan 06:30 til 22:00 og um helgar frá klukkan 09:00 til 22:00 rúmlega 360 daga á ári. Árlega koma um 220 þúsund gestir í laugina. Ný sundlaug í Úlfarsárdal er í hönnun og byggingu og mun fyrsti áfangi hennar opna haustið 2020. Sundlaugin mun heyra undir forstöðumann Grafarvogslaugar sem jafnframt mun strax koma að undirbúningi með framkvæmdinni.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.