lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í mark­aðsvið­skiptum

Íslensk verðbréf hf. leita eftir sérfræðingi í markaðsviðskiptum með áherslu á erlenda markaði.

Leitað er að metnaðarfullum og árangursdrifnum aðila sem býr yfir afbragðs færni í framsetningu og hagnýtingu upplýsinga ásamt brennandi áhuga á fjármálamörkuðum, innlendum sem erlendum. Viðkomandi þarf að vera söludrifinn og lausnamiðaður og sýna sjálfstæði í störfum á sama tíma og að vera hluti af fjölbreyttu teymi sérfræðinga.

Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri en starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu.

Starfssvið

 • Greining markaða og fjárfestingarkosta.
 • Framkvæmd viðskiptafyrirmæla.
 • Sölumennska og söluþróun.
 • Samskipti við aðila á markaði.
 • Samskipti við eftirlitsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Próf í verðbréfamiðlun.
 • Hagnýt reynsla af störfum á fjármálamarkaði.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á íslensku og ensku.

Fyrirtækið / stofnunin

Íslensk verðbréf eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki stofnað 1987 sem sinnir viðskiptavinum um allt land. Starfsmenn búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á verðbréfamarkaði samfara fjölbreyttri menntun. Íslensk verðbréf eru með starfsstöð á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.