lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs

Isavia leitar að öflugum og reyndum leiðtoga til að stýra fjármálasviði fyrirtækisins.

Starfið er bæði umfangsmikið og krefjandi og hentar einstaklingi sem býr yfir færni á sviði fjármálastjórnunar og samskipta. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs er hluti af framkvæmdastjórn, vinnur náið með forstjóra og framkvæmdastjórn að því að framfylgja stefnu og að ná rekstrarmarkmiðum félagsins.

 

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Starfssvið

 • Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins
 • Reikningshald og uppgjör fyrir samstæðuna
 • Fjármögnun, áhættu- og lausafjárstýring
 • Umsjón með greiningum og rekstrarupplýsingum
 • Miðlæg innkaupaþjónusta
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
 • Þátttaka í stefnumótun

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á sviði fjármála, verkfræði eða viðskiptafræði, eða sambærileg menntun.
 • Þekking og færni í stjórnun fjármála.
 • Rekstrar- og stjórnunarreynsla.
 • Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum.
 • Stefnumótandi hugsun og kraftur til að hrinda verkefnum í framkvæmd.
 • Metnaður og frumkvæði.
 • Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar um Isavia hér